Færsluflokkur: Bloggar
4.3.2008 | 17:18
Lög íbúasamtaka Bústaðahverfis
LÖG ÍBÚASAMTAKA BÚSTAÐAHVERFIS-BETRA LÍF Í BÚSTAÐARHVERFI
1. grein
Félagið heitir Íbúasamtök Bústaðahverfis, Betra líf í Bústaðahverfi Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði er Bústaðahverfi og afmarkast af Miklubraut í norðri, Reykjanesbraut í austri, Fossvogsdal í suðri sunnan Bústaðavegar að Kringlumýrarbraut og Grensásvegi í vestri
2. greinTilgangur félagsins er:a. Að vera samstarfsvettvangur íbúa og félagasamtaka á félagssvæðinub. Að vinna að framfara- og hagsmunamálum í Bústaðarhverfic. Að stuðla að samhug innan svæðisins. d. Að byggja upp samstarf við opinberar stofnanir sem hafa með málefni hverfisins að gera.e. Byggja upp samstarf við önnur íbúasamtök.f. Að hvetja íbúa til hugmynda og athafna fyrir hverfið.
3. grein
Allir íbúar Bústaðahverfis sem þar eiga lögheimili, teljast félagar. Kjörgengi hafa allir lögskráðir íbúar svæðisins 18 ára og eldri.
4. grein
Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis skal skipuð 5 stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda. Stjórn skiptir með sér verkum.
5. grein
Aðalfund skal halda árlega, á tímabilinu frá 1. september til 1. desember. Skal hann boðaður með a.m.k. viku fyrirvara með sannanlegum hætti, ásamt því að vera auglýstur á heimasíðu samtakanna og telst fundarboðunin þá lögleg.
6. grein
Dagskrá aðalfundar. · Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári skal lögð fram.· Endurskoðaðir reikningar fyrir liðið ár skulu lagðir fram til úrskurðar. · Tillögur að lagabreytingum skulu teknar fyrir. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórninni eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund og skal stjórn kynna þær í fundarboði aðalfundar. Samþykki 2/3 fundarmanna þarf til að lagabreytingar nái fram að ganga. · Kosning stjórnar. Stjórnarkjör fer fram skv. 4 grein. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, nema á fyrsta fundi þá skulu tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og þrír til þriggja ára. · Skipa skal tvo skoðunarmenn reikninga fyrir næsta ár.· Önnur mál.
7. grein
Hvatt er til þess að íbúar hafi frumkvæði og hugmyndir að velferð hverfisins og stofni nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða samtökin.
8. grein
Stjórnin skal boða til almenns félagsfundar ef ákveðnar óskir, studdar af amk 20 félagsmönnum koma fram þar að lútandi og skal sá fundur auglýstur og boðaður eins og um aðalfund væri að ræða. Stjórn getur boðað til málfunda um tiltekin málefni.
Hætti samtökin störfum renna eignir samtakanna til æskulýðsmála í hverfinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)