Færsluflokkur: Bloggar
16.4.2008 | 12:31
Opinn íbúafundur um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
Í dag, Miðvikudaginn 16. apríl nk. verður haldinn opinn íbúafundur á vegum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Hverfisráðs Hlíða um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklabraut í stokk.
Fundurinn verður haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum og hefst hann kl. 17.00 - 19.00. Allir velkomnir.
Dagskrá:
- Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn
- Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldursson kynnir stefnu borgarstjórnar
- Kynning á fyrirliggjand tillögum að gatnamótum og stokk undir Miklubraut
- Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar og Íbúasamtaka Háaleitis
- Fyrirspurn og umræður
Fundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 21:40
Fundur með borgarstjóra í Réttarholtsskóla 19.apríl
Fundur með borgarstjóra, hverfisráði, íbúasamtökum, þjónustumiðstöð, framkvæmdasviði og umhverfis- og samgöngusviði verður haldinn í Réttarholtsskóla laugardaginn 19. apríl 2008.
Áhugafólk úr hverfinu tekur á móti þátttakendum með grilluðum pylsum og lúðrasveit klukkan 12:30. Klukkan 13 hefst svo skipulögð dagskrá þar sem til máls taka borgarstjóri og formenn hverfisráðs og íbúasamtaka. Listamenn úr hverfinu spila og syngja fyrir þátttakendur.
Á þemaborðum verður farið yfir 10 forgangsverkefni sem unnin hafa verið úr ábendingum frá íbúum hverfisins og af vef. Þátttakendur kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar.
Málþing unga fólksins verður haldið á sama stað og sama tíma. Þar verða yngstu íbúarnir hvattir til að koma með ábendingar um hverfið. Klukkan 15 lýkur svo formlegri dagskrá og ættu þá bæði íbúar og borgaryfirvöld að hafa öðlast dýpri skilning og mótaðari sýn á verkefnin framundan.
Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að nýta sér vettvang 1, 2 og Reykjavík til að stuðla að fegurra borgarumhverfi og blómstrandi mannlífi í öllum hverfum borgarinnar.
Sjáumst 19. apríl í Réttarholtsskóla,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 07:27
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
Reykjavíkurborg og Vegagerðin
í samstarfi við Hverfisráð Hlíða boða til opins íbúafundar um gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
og Miklabraut í stokk
haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum Miðvikudaginn 16. apríl
Kl. 17:00 19:00
DAGSKRÁ
Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn
Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldurssonkynnir stefnu borgarstjórnar
Kynning á fyrirliggjandi tillögum að gatnamótunum og stokkundir Miklubraut
Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrarog Íbúasamtaka Háaleitis
Fyrirspurnir og umræðurFundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 22:32
Þungamiðja í búsetu höfuðborgarsvæðisins er í Grundarlandi 4
Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins í Grundarlandi 4
Samkvæmt nýjustu útreikningum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar er þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu nú í Grundarlandi 4.
Þungamiðja búsetu hefur frá því mælingar hófust árið 2002 verið í Fossvogshverfi og hingað til verið á siglingu austur eftir hverfinu. Frá því um sama leyti í fyrra hafa orðið þær breytingar að þungamiðjan hefur beygt til suðausturs og færst um 71 metra, frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4, og er það talsvert meiri hreyfing en árið á undan.
Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 20:01
Hvað má betur fara?
Ágætu íbúar,
Nú styttist í að samráðsfundur með borgarstjóra verði haldinn í hverfinu okkar. Fundurinn verður haldinn Laugardaginn 19. apríl kl. 1315 í Réttarholtsskóla.
Nú verða allir íbúar að skrá athugasemdir sínar um það sem má betur fara á vefinn 1,2 og Reykjavík.
Farið inn á netfangið http://12og.reykjavik.is/ og skráið ábendingar um það sem má betur fara í hverfinu okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 10:34
Ályktun hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis
Vegna fyrirhugaðrar lokunar vinstri beygju af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut, lýsir hverfisráð Háaleitis áhyggjum af auknu umferðaflæði inn í íbúðarhverfi norðan Bústaðavegs. Hverfisráð leggur áherslu á að gripið verði til mótvægisaðgerða við Réttarholtsveg áður en að lokuninni kemur. Nauðsynlegt er að afla nýrri upplýsinga um umferðaþunga á gatnamótunum og við þær götur þar sem búast má við auknu umferðaflæði, s.s. um Réttarholtsveg, Sogaveg, Grensásveg og Tunguveg. Til samanburðar verði svo mælingar endurteknar eftir lokun vinstribeygju ef af lokuninni verður og áhrifin af framkvæmdinni metnar. Ákvarðanir verði svo teknar um framhaldið á grundvelli þess mats.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 13:59
Opinn kynningarfundur fyrir íbúa í Bleikargróf, Blesugróf, Jöldugróf og Stjörnugróf
Opinn kynningarfundur 18. mars kl. 17:15
fyrir íbúa í Bleikargróf, Blesugróf, Jöldugróf og Stjörnugróf
Hverfisráð Háaleitis boðar til opins kynningarfundar þriðjudaginn 18. mars nk. í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið, Framkvæmdarsvið og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðan rekstur dagdeildar fyrir Alzheimer sjúklinga í Blesugróf. Fundurinn verður haldinn í Fossvogsskóla og hefst kl. 17:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 08:49
Kynntu þér Sundabraut
Sundabrautin er málefni sem skiptir alla Reykvíkinga miklu máli. Umræðan hefur verið í gangi um langt skeið og ýmsar hugmyndir um legu brautarinnar hafa komið upp.
Ný síða hefur verið sett upp á http://sundabraut.is/. Kynnið ykkur málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 17:57
Ályktun Íbúafundar 28.02.2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn framkomnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg.
Slík framkvæmd mun hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðaveg sem mun kljúfa hverfið endanlega í sundur að óbreyttu ástandi.
Óviðunandi er að auka umferðarþunga í íbúðarhverfi með slíkum hætti. Það eykur m.a. slysahættu við Bústaða -og Réttarholtsveg í tengslum við skólasókn unglinga í Réttarholtsskóla og rýrir enn frekar möguleika barna ofan Bústaðavegar að sækja íþróttaæfingar hjá Víkingi, sem er íþróttafélag hverfisins. Auk þess sem það skerðir önnur lífsgæði íbúa hverfisins.
Þessi framkvæmd mun þannig rýra búsetuskilyrði í hverfinu, sem er óásættanlegt að mati stjórnar íbúasamtakanna.
Reykjavík 6.12.2007
Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)