Ályktun hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis

Á síðasta fundi Hverfisráðs Háaleitis og Bústaðahverfis sem haldinn var þann 17.mars s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt af hverfisráðinu 

“ Vegna fyrirhugaðrar lokunar vinstri beygju af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut, lýsir hverfisráð Háaleitis áhyggjum af auknu umferðaflæði inn í íbúðarhverfi norðan Bústaðavegs. Hverfisráð leggur áherslu á að gripið verði til mótvægisaðgerða við Réttarholtsveg áður en að lokuninni kemur. Nauðsynlegt er að afla nýrri upplýsinga um umferðaþunga á gatnamótunum og við þær götur þar sem búast má við auknu umferðaflæði, s.s. um Réttarholtsveg, Sogaveg, Grensásveg og Tunguveg. Til samanburðar verði svo mælingar endurteknar eftir lokun vinstribeygju ef af lokuninni verður og áhrifin af framkvæmdinni metnar. Ákvarðanir verði svo teknar um framhaldið á grundvelli þess mats.”

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband