Opinn íbúafundur um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Gatnam_tÍ dag, Miðvikudaginn 16. apríl nk. verður haldinn opinn íbúafundur á vegum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Hverfisráðs Hlíða um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklabraut í stokk.

 

Fundurinn verður haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum og hefst hann kl. 17.00 - 19.00. Allir velkomnir.

Dagskrá:

  • Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn
  • Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldursson kynnir stefnu borgarstjórnar
  • Kynning á fyrirliggjand tillögum að gatnamótum og stokk undir Miklubraut
  • Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar og Íbúasamtaka Háaleitis
  • Fyrirspurn og umræður

Fundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband