Þér er boðið í afmæli

Nú dregur til tíðinda í Bústöðaðahverfi. Á morgun 1.maí fagnar Víkingur 100 ára afmæli sínu.

Tvö íþróttafélög í borginni fagna 100 ára afmæli sínu þessa dagana. Félögin Víkingur og Fram voru stofnuð með viku millibili árið 1908 af drengjum úr sama hverfi, yngri og eldri strákum.

Yngri hópurinn stofnaði Víking viku á undan eldri hópnum, sem stofnaði FRAM. Víkingur var samkvæmt sögunni stofnaður til að slá saman í einn fótbolta fyrir hópinn. FRAM, sem upphaflega var nefnt Kári, sigraði á fyrsta kappleiksmótinu milli félaga sem haldið var í Reykjavík.

Bæði félögin blása til afmælishátíðar þann fyrsta maí næstkomandi og verður mikið um dýrðir.

Víkingar hittast kl. 12 hjá Grímsbæ og fara þaðan fylktu liði að Bústaðakirkju, þar sem haldin verður stutt samverustund og eftir það þrammað niður í Vík.

Brot úr sögu Víkings, af heimasíðu félagsins:

"Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í kjallaranum að Túngötu 12 þann 21.apríl árið 1908 , þar sem Emil Thoroddsen átti heima. Á fundinn mættu 32 drengir.
Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru; fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn Axel Andrésson þá 12 ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára
Víkingur var stofnaður fyrir ánægjuna að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á bolta.
Fyrsti gjaldkerinn særði 2 eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum, en Egill Jacobsen kaupmaður er talinn hafa hjálpaði upp á restina.
Fram að þeim tíma að tókst að aura fyrir fyrsta boltanum var notast við mineatur bolta sem var þeirrar náttúru að liggja eins og klessa þó hann félli úr háalofti. Eigandinn átti til að fara í fýlu og hirða boltan, líkaði honum ekki framgangur leiksins.

Árið 1914 vann Víkingur KR 2-1 í fyrsta opinbera kappleik félagsins á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands.
Verðlaunaskjalið er varðveitt í fundarstofu félagsins í Víkinni.

Knattspyrnulið Víkings tapaði ekki kappleik frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoraði 58 mörk gegn 16."


100 ára afmæli

1TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN VÍKINGAR


mbl.is Víkingar fagna 100 ára afmæli félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af fundi borgarstjóra með íbúum hverfisins

Fundurinn með borgarstjóra s.l. laugardag tókst með ágætum.

Öllum af óvörum sló borgarstjóri af, umdeilda lokun beygju af Bústaðarvegi til norðurs inn á Reykjanesbraut og ber því að fagna. Áður hafði íbúafundur í bústaðarhverfi ályktað vegna þessa í febrúar s.l. Borgarstjóri uppskar mikið lófaklapp frá fundarmönnum vegna þessa.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór yfir stöðu mála í hverfinu og ræddi um átakið 1,2, Reykjavík. Alls höfðu komið inn 141 ábending um það sem betur mætti fara í hverfinu. Unnið verður út tillögunum á næstu vikum.

Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir borgarstjóra sem hann svaraði af bestu getu. Spurt var um sundlaug í Fossvogsdalinn sem hefur verið í undirbúningi og sagði borgarstjóri að ekkert fjármagn væri á fjárhagsáætlun á þessu ári en vonaðist að af framkvæmdinni yrði á næstu árum.

Umferðarmálin  voru fyrirferðarmikil í fyrirspurnum íbúa og áhyggjur af mikilli umferð og hraðakstri í hverfinu. Ekki síst vegna barna og ungmenna sem þurfa að þvera umferðargötur vegna ferða til og frá skóla. Þar er Bústaðavegur stærsta áhyggjuefnið. Ekki var þó hægt að setja fram ákveðna áætlun um þann vanda.

Ljóst er að íbúasamtökin þurfa að beita sér sérstaklega vegna þess mikilvæga máls.

 


Fundurinn markar upphaf samráðs við íbúa

Fréttir af fundinum í gær

(af mbl.is) Færri komust að en vildu þegar opnað var á spurningar í sal Kennaraháskóla Íslands á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Vel á annað hundrað manns á öllum aldri voru þar á samráðsfundi með borgaryfirvöldum og framkvæmdaraðilum vegna fyrirhugaðrar byggingar mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdra stokkalausna á stofnbrautunum.

Fundurinn markaði upphaf samráðsins við íbúa og brunnu því fjölmörg málefni á íbúum. Á meðal þess sem spurt var um var fyrirkomulag hjólreiðagatna, gönguleiða og almenningssamgangna, mengunarvarnir og hreinsibúnaður í stokkum, stærð hljóðmana, hljóðvist, hugsanlegur umferðarhraði, umferðarþungi og margt fleira. Ekki síður höfðu íbúar áhyggjur af öryggismálum á meðan framkvæmdirnar munu standa yfir og mögulegum neikvæðum áhrifum breytinganna á afmarkaða staði. T.a.m. var spurt út í staðsetningu gangamunnanna og mögulega svifryks- og hávaðamengun við þá.

Erlendar hraðbrautalausnir

Frummælendur á fundinum voru Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, Hilmar Sigurðsson, formaður íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar, og Baldvin Einarsson, yfirverkfræðingur hjá Línuhönnun, sem kynnti núverandi hugmyndir Vegagerðarinnar um lausn samgangna á svæðinu. Gísli Marteinn sagði tillögurnar sem þarna voru kynntar ekki endanlegar, heldur yrði settur á fót samráðshópur með íbúum. Ekki væri ætlunin að troða ofan í kokið á íbúum lausn sem þeir kærðu sig ekki um.

 

Hilmar Sigurðsson gagnrýndi margt í tillögunum og sagði þær minna á hraðbrautamannvirki að erlendri fyrirmynd, t.d. stórar hljóðmanir meðfram Miklubraut. Hilmar sagði nauðsynlegt að endurskoða markmiðin með framkvæmdunum og forgangsröðun þeirra. Í forgang skyldi setja lífsgæði fólks sem býr nálægt umferðaræðunum, því næst huga að samgöngum hjólandi og gangandi vegfarenda og í þriðja lagi að umferðarflæðið þyrfti að hugsa til enda og í stærra samhengi.

Baldvin lýsti svo m.a. hugsanlegri áfangaskiptingu verksins. Fyrsti áfangi, gatnamótin og nærliggjandi stokkar gætu kostað 6,8 milljarða króna á verðlagi síðustu áramóta, annar áfangi 2,6 milljarða og sá síðasti 2,8. Síðari áfangarnir yrðu stokkar og endurbætur á Miklubraut vestan Kringlumýrarbrautar.


Opinn íbúafundur um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Gatnam_tÍ dag, Miðvikudaginn 16. apríl nk. verður haldinn opinn íbúafundur á vegum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Hverfisráðs Hlíða um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklabraut í stokk.

 

Fundurinn verður haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum og hefst hann kl. 17.00 - 19.00. Allir velkomnir.

Dagskrá:

  • Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn
  • Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldursson kynnir stefnu borgarstjórnar
  • Kynning á fyrirliggjand tillögum að gatnamótum og stokk undir Miklubraut
  • Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar og Íbúasamtaka Háaleitis
  • Fyrirspurn og umræður

Fundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.


Fundur með borgarstjóra í Réttarholtsskóla 19.apríl

Fundur með borgarstjóra, hverfisráði, íbúasamtökum, þjónustumiðstöð, framkvæmdasviði og umhverfis- og samgöngusviði verður haldinn í Réttarholtsskóla laugardaginn 19. apríl 2008.

Áhugafólk úr hverfinu tekur á móti þátttakendum með grilluðum pylsum og lúðrasveit klukkan 12:30. Klukkan 13 hefst svo skipulögð dagskrá þar sem til máls taka borgarstjóri og formenn hverfisráðs og íbúasamtaka. Listamenn úr hverfinu spila og syngja fyrir þátttakendur.

Á þemaborðum verður farið yfir 10 forgangsverkefni sem unnin hafa verið úr ábendingum frá íbúum hverfisins og af vef. Þátttakendur kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar.

Málþing unga fólksins verður haldið á sama stað og sama tíma. Þar verða yngstu íbúarnir hvattir til að koma með ábendingar um hverfið. Klukkan 15 lýkur svo formlegri dagskrá og ættu þá bæði íbúar og borgaryfirvöld að hafa öðlast dýpri skilning og mótaðari sýn á verkefnin framundan.

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að nýta sér vettvang 1, 2 og Reykjavík til að stuðla að fegurra borgarumhverfi og blómstrandi mannlífi í öllum hverfum borgarinnar.

Sjáumst 19. apríl í Réttarholtsskóla,


Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Reykjavíkurborg og Vegagerðin

í samstarfi við Hverfisráð Hlíða boða til opins íbúafundar um gatnamót

Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

og Miklabraut í stokk

haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum Miðvikudaginn 16. apríl

Kl. 17:00 – 19:00

DAGSKRÁ

Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn

Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldursson

kynnir stefnu borgarstjórnar

Kynning á fyrirliggjandi tillögum að gatnamótunum og stokk

undir Miklubraut

Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar

og Íbúasamtaka Háaleitis

Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri

Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða


Þungamiðja í búsetu höfuðborgarsvæðisins er í Grundarlandi 4

Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins í Grundarlandi 4

Samkvæmt nýjustu útreikningum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar er þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu nú í Grundarlandi 4. bilde

Þungamiðja búsetu hefur frá því mælingar hófust árið 2002 verið í Fossvogshverfi og hingað til verið á siglingu austur eftir hverfinu. Frá því um sama leyti í fyrra hafa orðið þær breytingar að þungamiðjan hefur beygt til suðausturs og færst um 71 metra, frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4, og er það talsvert meiri hreyfing en árið á undan.

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar


Hvað má betur fara?

Ágætu íbúar,

Nú styttist í að samráðsfundur með borgarstjóra verði haldinn í hverfinu okkar. Fundurinn verður haldinn Laugardaginn 19. apríl kl. 13–15 í Réttarholtsskóla.

Nú verða allir íbúar að skrá athugasemdir sínar um það sem má betur fara á vefinn 1,2 og Reykjavík.

Farið inn á netfangið http://12og.reykjavik.is/ og skráið ábendingar um það sem má betur fara í hverfinu okkar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband