Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Vinstri beygju lokað
Ég verð að segja að umræðan um þessa lokun er á einhverjum villigötum. Fólk er upptekið af gangandi börnum á leið í skóla en í þessi tæpu 20 ár sem ég hef búið í hverfinu hefur mér sýnst meirihluti barnanna vera keyrð í skólann hvort heldur sem það er Bústaðaskóli, Réttó eða Breiðagerðisskóli. Á álagstímum eru Ósland, Hörgsland og Réttarholtsvegur seinfarnir vegna þeirrar umferðar sem skapast við að koma börunum í skólann. Ýmsar frekari þrengingar og umferðaljós verða því til að hægja enn frekar á umferð sem var hæg fyrir. Ég þori næstum að fullyrða að ég sé fljótari að labba Bústaðaveginn til vesturs frá 07:15 til 08:15 virka morgna. Hver er þá aðalástæðan fyrir þessari lokun á vinstri beygju á Reykjanesbraut. Það er haft eftir Þorbjörgu Helgu V. Formanns umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar að markmiðið sé að færa umferð úr fossvogs- og bústaðahverfi yfir á stofnbrautir. Ég velti fyrir mér hvort Þorbjörg og fleiri starfsmenn samgönguráðs búi einhversstaðar annarstaðar en hér í höfuðborginni. Hefur það til dæmis farið framhjá nokkrum manni að Miklabrautin er stífluð upp að Grafarholti á morgun álagstíma og frá Lönguhlíð eða neðar seinnipart dags og svo Sæbrautin er jafnstífluð á álagstímum sem og Bústaðavegur. Hvaða hagsmunum er þá borgin að þjóna í þessu tilfelli, jú umferðartöfum á Reykjanesbraut þar sem ekki er til fjármagn til að fara í þau mislægu gatnamót sem löngu er búið að hanna fyrir þessi gatnamót. Það þarf heldur engum að dyljast að með allri þeirri viðbótar byggð sem komin er fyrir ofan breiðholt og kópavog að önnur stofnbraut er nauðsynleg, hvernig svo sem menn leysa það mál. Það er mitt álit á þessari framkvæmd við gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar að Borgin sé þarna að pissa í skóinn sinn. Leysir engin vandamál heldur dreifir þeim á aðra staði. Það kom fram í tillögu íbúasamtakanna hér í hverfinu að loka þá líka fyrir vinstri beygju af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg sem ég styð heils hugar. Það má ráða af skrifum íbúasamtakanna að ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið ég vil því leggja til að við tökum okkur saman íbúarnir og lokum þessari vinstri beygju upp Bústaðaveginn á álagstímum eða kannski enn betra að loka Bústaðavegi fyrir gegnum akstri við Grensásveg og sjá hversu vel stofnbrautirnar taka við. Mbk Aðalsteinn Hallgrímsson
Aðalsteinn Hallgrímsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. ágú. 2009
Vinstri beygju lokað
Aðalmálið að mínu mati er að það vantar hrein gangbrautarljós á öll gatnamót Bústaðavegar. Börn eiga ekki að þurfa að deila grænu ljósi með bílum sem liggur á að beygja áður en þeir lenda á rauðu. Betri umferðarljós strax og finna svo góða leið til að loka Bústaðaveginum fyrir gegnumakstri. Hann er það lítil gata að hann þolir ekki núverandi umferð. Þá má ekki gleyma því að börnin okkar fara flesta daga yfir þessa götu til að leika sér við félaga sína hinum megin götunar, æfa íþróttir í Víking, fara í Bústaði eða annað. kk. Ívar Sigurgíslason
Ívar Sigurgíslason (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. des. 2008
Vinstri beygju lokað
Sammála. Ótækt að íbúasamtök annarra hverfa geti þrýst á slíkar breytingar sem hafa í för með sér stóra skerðingu ferðafrelsis fyrir íbúa hverfisins. Ekki einungis færri leiðir út úr hverfinu heldur verður þeirri umferð beint í 30 km götu milli tveggja grunnskóla. Stíflan við brúna við Réttarholtsveg er nú þegar ærin á morgnanna. Það er ekki verið að bæta nein samgönguvandamál, bara færa þau til. Ég vil hvetja stjórn íbúasamtakana til að hefja söfnun undirskrifta meðal íbúa í hverfinu. Sigríður G. Þórarinsdóttir
Sigríður (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. des. 2008