4.3.2008 | 17:57
Ályktun Íbúafundar 28.02.2008
Ályktun íbúafundar Bústaðahverfis Opinn fundur íbúasamtaka Bústaðahverfis telur að samhliða umdeildri lokun beygju af Bústaðavegi til norðurs inn á Reykjanesbraut, verði að leggja í verulegar mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg. Ljóst er að með slíkum lokunum eykst umferð um Réttarholtsveg um a.m.k. 10%. Erfitt er að sjá að vegurinn þoli aukið álag bílaumferðar eins og staðan er í dag. Á svæðinu við Réttarholtsveg eru leikskólar, tveir grunnskólar og félagsstarf eldri borgara. Skilyrði fyrir lokun beygju af Bústaðarvegi, er að áður verði lokið við mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.