Þér er boðið í afmæli

Nú dregur til tíðinda í Bústöðaðahverfi. Á morgun 1.maí fagnar Víkingur 100 ára afmæli sínu.

Tvö íþróttafélög í borginni fagna 100 ára afmæli sínu þessa dagana. Félögin Víkingur og Fram voru stofnuð með viku millibili árið 1908 af drengjum úr sama hverfi, yngri og eldri strákum.

Yngri hópurinn stofnaði Víking viku á undan eldri hópnum, sem stofnaði FRAM. Víkingur var samkvæmt sögunni stofnaður til að slá saman í einn fótbolta fyrir hópinn. FRAM, sem upphaflega var nefnt Kári, sigraði á fyrsta kappleiksmótinu milli félaga sem haldið var í Reykjavík.

Bæði félögin blása til afmælishátíðar þann fyrsta maí næstkomandi og verður mikið um dýrðir.

Víkingar hittast kl. 12 hjá Grímsbæ og fara þaðan fylktu liði að Bústaðakirkju, þar sem haldin verður stutt samverustund og eftir það þrammað niður í Vík.

Brot úr sögu Víkings, af heimasíðu félagsins:

"Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í kjallaranum að Túngötu 12 þann 21.apríl árið 1908 , þar sem Emil Thoroddsen átti heima. Á fundinn mættu 32 drengir.
Aðalhvatamenn og í fyrstu stjórn voru; fyrirliði hópsins og fyrsti Víkingurinn Axel Andrésson þá 12 ára gamall, formaður, Emil Thoroddsen 9 ára, ritari og Davíð Jóhannesson 11 ára gjaldkeri hinir stofnendurnir voru Páll bróðir Axels 8 ára og Þórður Albertsson 9 ára
Víkingur var stofnaður fyrir ánægjuna að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á bolta.
Fyrsti gjaldkerinn særði 2 eyringa og 5 eyringa upp úr vösum félagsmanna þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum, en Egill Jacobsen kaupmaður er talinn hafa hjálpaði upp á restina.
Fram að þeim tíma að tókst að aura fyrir fyrsta boltanum var notast við mineatur bolta sem var þeirrar náttúru að liggja eins og klessa þó hann félli úr háalofti. Eigandinn átti til að fara í fýlu og hirða boltan, líkaði honum ekki framgangur leiksins.

Árið 1914 vann Víkingur KR 2-1 í fyrsta opinbera kappleik félagsins á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands.
Verðlaunaskjalið er varðveitt í fundarstofu félagsins í Víkinni.

Knattspyrnulið Víkings tapaði ekki kappleik frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918 og skoraði 58 mörk gegn 16."


Bloggfærslur 30. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband