15.4.2008 | 21:40
Fundur með borgarstjóra í Réttarholtsskóla 19.apríl
Fundur með borgarstjóra, hverfisráði, íbúasamtökum, þjónustumiðstöð, framkvæmdasviði og umhverfis- og samgöngusviði verður haldinn í Réttarholtsskóla laugardaginn 19. apríl 2008.
Áhugafólk úr hverfinu tekur á móti þátttakendum með grilluðum pylsum og lúðrasveit klukkan 12:30. Klukkan 13 hefst svo skipulögð dagskrá þar sem til máls taka borgarstjóri og formenn hverfisráðs og íbúasamtaka. Listamenn úr hverfinu spila og syngja fyrir þátttakendur.
Á þemaborðum verður farið yfir 10 forgangsverkefni sem unnin hafa verið úr ábendingum frá íbúum hverfisins og af vef. Þátttakendur kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar.
Málþing unga fólksins verður haldið á sama stað og sama tíma. Þar verða yngstu íbúarnir hvattir til að koma með ábendingar um hverfið. Klukkan 15 lýkur svo formlegri dagskrá og ættu þá bæði íbúar og borgaryfirvöld að hafa öðlast dýpri skilning og mótaðari sýn á verkefnin framundan.
Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að nýta sér vettvang 1, 2 og Reykjavík til að stuðla að fegurra borgarumhverfi og blómstrandi mannlífi í öllum hverfum borgarinnar.
Sjáumst 19. apríl í Réttarholtsskóla,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 07:27
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
Reykjavíkurborg og Vegagerðin
í samstarfi við Hverfisráð Hlíða boða til opins íbúafundar um gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
og Miklabraut í stokk
haldinn í Skriðu í Kennaraháskólanum Miðvikudaginn 16. apríl
Kl. 17:00 19:00
DAGSKRÁ
Formaður Hverfisráðs Hlíða Kjartan Eggertsson setur fundinn
Formaður Umhverfis- og samgönguráðs Gísli Marteinn Baldurssonkynnir stefnu borgarstjórnar
Kynning á fyrirliggjandi tillögum að gatnamótunum og stokkundir Miklubraut
Kynning á hugmyndum Íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrarog Íbúasamtaka Háaleitis
Fyrirspurnir og umræðurFundarstjóri: Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)