8.12.2008 | 09:24
Ákvörðun um að loka vinstri beygju mótmælt harðlega
Í Morgunblaðinu 3. desember er haft eftir Ólafi Bjarnasyni, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, að umferð um Réttarholtsveg muni liklega aukast um 10% þegar vinstri beygja af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut verður bönnuð í upphafi árs 2009. Fram kemur að um 2.000 bílar taki þessa beygju á degi hverjum og sú umferð muni eftir breytinguna fara að mestu um Réttarholtsveg en einnig um Grensásveg. Þá muni einhverjir aka út á Reykjanesbraut og taka síðan u-beygju til að komast leiðar sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 08:53
Ný stjórn íbúasamtakanna
Stjórnarmenn íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis, sem kjörnir voru á aðalfundi 12. nóvember 2008, hafa skipt með sér verkum. Stjórnin er þannig skipuð:
- Nanna Guðmundsdóttir, Háagerði 69, formaður.
- Hallur Magnússon, Rauðagerði 58, varaformaður,
- Sigríður María Jónsdóttir, Brautarlandi 3, gjaldkeri.
- Atli Rúnar Halldórsson, Álftalandi 5, ritari.
- Sveinn Aðalsteinsson, Byggðarenda 2, meðstjórnandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)