Fréttir af fundi borgarstjóra með íbúum hverfisins

Fundurinn með borgarstjóra s.l. laugardag tókst með ágætum.

Öllum af óvörum sló borgarstjóri af, umdeilda lokun beygju af Bústaðarvegi til norðurs inn á Reykjanesbraut og ber því að fagna. Áður hafði íbúafundur í bústaðarhverfi ályktað vegna þessa í febrúar s.l. Borgarstjóri uppskar mikið lófaklapp frá fundarmönnum vegna þessa.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór yfir stöðu mála í hverfinu og ræddi um átakið 1,2, Reykjavík. Alls höfðu komið inn 141 ábending um það sem betur mætti fara í hverfinu. Unnið verður út tillögunum á næstu vikum.

Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir borgarstjóra sem hann svaraði af bestu getu. Spurt var um sundlaug í Fossvogsdalinn sem hefur verið í undirbúningi og sagði borgarstjóri að ekkert fjármagn væri á fjárhagsáætlun á þessu ári en vonaðist að af framkvæmdinni yrði á næstu árum.

Umferðarmálin  voru fyrirferðarmikil í fyrirspurnum íbúa og áhyggjur af mikilli umferð og hraðakstri í hverfinu. Ekki síst vegna barna og ungmenna sem þurfa að þvera umferðargötur vegna ferða til og frá skóla. Þar er Bústaðavegur stærsta áhyggjuefnið. Ekki var þó hægt að setja fram ákveðna áætlun um þann vanda.

Ljóst er að íbúasamtökin þurfa að beita sér sérstaklega vegna þess mikilvæga máls.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband